Hér fer á eftir uppskrift af humarfrauði fyrir 8-10 manns, úr smiðju Ingólfs Einarssonar matreiðslumanns á Kaffi Horninu á Hornafirði.
- 300 gr Humar
- 5 – 6 mats. Humar Bragð frá NorðurÍs
- 2 búnt fersk steinselja
- 1/2 l. þeyttur rjómi
- 3 dl mæjones
- 1 1/2 bréf mararlím (ljóst tóró)
- safi úr 1/2 sítrónu
- 1 tsk Knorr fiskikrydd
- 1 dl vatn
Aðferð:
Humarinn er soðinn og er hann hakkaður eða settar snöggt í matvinnsluvél, steinseljan er söxuð smátt og þessu tvennu blandað saman við mæjonesið, humar Bragðið frá NorðurÍs og fiskikryddið.
Matarlímið er leyst upp í vatni og sítrónu og það kælt. Því næst er því blandað saman við rjómann, og að endingu er rjómanum blandað saman við farsið, sett í mót og kælt.
Þessi réttur er tilvalin sem forréttur eða jafnvel á hlaðborð.