Djúpsteiktur fiskréttur

Frábært og stökkt fyrir djúpsteikingu á fiski eða rækjum

1 bolli hveiti
1/2 tsk salt
1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsóti
1 tsk edik
3/4 – 1 bolli vatn

Allt hrært saman og rækjur eða fiskur velt vel í hrærunni og síðan djúpsteikt.
Látið drjúpa af þessu á eldhúsrúllu pappír eftir steikingu.
Betra ef feitin er vel heit.