Ég er auðvitað strax byrjuð að velta fyrir mér jólamatnum. Eflaust ekki ein um það.
Ég er nú svo heppin að það eru komnar rjúpur í minn frysti. Það finnst mér auðvitað dásamlegt, en engar fékk ég rjúpurnar í fyrra og var þá í þess stað með hreindýrakjöt.
En einn forrétt er ég alltaf með á jólunum og er það humar. Meira að segja var humar í forrétt þegar ég bjó með pabba og mömmu og þá var hann djúpsteiktur í „orlý“ deigi og þótti nú aldeilis fínt. En ég geri hann öðruvísi og nú vil ég gefa ykkur hlutdeild í honum. Það er hinsvegar fyrst og fremst sósan og ég skil eiginlega ekki hvað ég hafði með áður en mér hlotnaðist þessi uppskrift.
En hér koma herlegheitin.
3-4 humrar á mann (þá eru þeir frekar stórir)
hvítlausrif nokkur stykki pressuð
smjörvi/smjör- bræddur
Bý til blöndu með smjörva/smjöri og hvítlauk sem ég pensla humarinn með.
Ég klíf skelina, allt að því í tvennt og sný uppá hann og pensla.
Grilla í 3-5 mínútur í ofninum.
Sósan
4 hvítlausrif- söxuð
1 peli rjómi
safi úr hálfri sítónu
estragon/fáfnisgras
aromat/pikanta
Svitsa hvítlausrifin í smjöri og aromat/pikanta (1 tsk)
síðan set ég sítrónusafann, svo rjómann og estragonið.
Læt malla í nokkrar mínútur, en síðan læt ég sósuna standa þannig að hún taki sig.
Verði ykkur að góðu