Hráefni:
500 g Barilla Gnocchi pasta (skeljar)
500 g humar (ekki í skel)
2½ dl kaffirjómi
2 msk ólífuolía
1 stk blaðlaukur
1 msk fersk steinselja
1 dl fiskisoð
1 stk skalotlaukur
½ dl ristaðar möndlur
½ dl þurrt Martini (má nota hvítvín eða mysu í staðinn)
salt og nýmalaður svartur pipar
1. Saxið möndlur og ristið á þurri pönnu. Leggið til hliðar.
2. Skerið blaðlauk og skalotlauk. Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn í 5 mínútur. Kryddið með salti og pipar.
3. Bætið humrinum út á pönnuna og steikið í stutta stund.
4. Hellið Martíni út á pönnuna og kveikið í herlegheitunum. (Ef notað er hvítvín er ekki hægt að kveikja í.) Þegar hættir að loga bætið þá fiskisoðinu og rjómanum út á ásamt möndlum og trufflum (ef vill). Látið malla í 2 mínútur.
5. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatni af og blandið humarsósunni saman við pastað. Skreytið með steinselju og berið fram með góðu brauði og salati.