(fyrir 4-6)

3 msk smjör
200 g smátt skorinn hörpufiskur
2 msk hveiti
2 tsk karrý
11/4 bolli mjólk
1/2 bolli rjómi
1/4 tsk salt
pipar
1 eggjarauða
2 tsk tómatpaste
11/2 bolli smátt skorinn humar
13/4 bolli hrísgrjón
salt
kjúklingasoð, eða vatn og súputeningur

Bræðið 2 msk af smjöri í potti. Látið hörpufiskinn krauma í smjörinu þar til hann er mjúkur, en látið hann ekki brúnast. Bætið hveiti og karrý í, látið sjóða í 1-2 mín. án þess að brúnast. Hrærið vel í á meðan.

Kryddið með salti og pipar. Hrærið mjólk og rjóma í. Hrærið þar til sósan fer að þykkna. Dragið af hitanum. Bætið eggjarauðu, tómatpaste og humar í. Blandið vel. Haldið heitu í vatnsbaði á meðan hrísgrjónin eru útbúin. Bræðið það sem eftir er af smjörinu, blandið hrísgrjónunum í.

Látið hrísgrjónin brúnast aðeins. Saltið. Hellið soði eða vatni yfir. Látið sjóða í u.þ.b. 15 mín. Látið hrísgrjónin í sigti, og látið leka af þeim. Hellið örlitlu heitu vatni yfir hrísgrjónin í sigtinu. Látið leka af þeim. Þrýstið hrísgrjónunum í hringlaga kökumót. Hvolfið hrísgrjónaröndinni á heitan disk og fyllið miðjuna með humarsósu.

Skreytið með steinselju og sítrónusneið.