Fyrir 4

400 gr humarhalar (hreinsaður og bitaður)
400 gr skötuselur (hreinsaður og bitaður)
(Á grillpinnanum er humar, skötuselur, rauðlaukur, zucchini og paprika)

Aðferð:
1 Grillpinninn er tilbúin beint á grillið, aðeins á eftir að salta og pipra.
2 Grilla þarf pinnann í eina til tvær mínútur á hvorri hlið á glóandi heitu grillinu. Má einnig steikja á pönnu.

Meðlæti:
1 stk poki blandað salat (fæst í flestum stórmörkuðum)
2 stk tómatar „saxað“
½ stk gúrka „saxað“
2 msk marineraður fetaostur
½ stk rauðlaukur „saxað“

Aðferð:
Öllu blandað saman

Dressing:
1 msk Dijon sinnep
½ stk rauðlaukur
5 dl ólífuolía

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1 Hrærið sinnepið út með fínsöxuðum lauknum.
2 Blandið olíunni saman við í mjórri bunu, hrærið stanslaust á meðan.
3 Smakkið til með salti og pipar.
4 Ef ykkur finnst dressingin of þykk þá þynnið út með örlitlu vatni.