Það er sannkölluð sæla að borða þennan ljúffenga forrétt. Auðveldlega er hægt að framreiða hann sem aðalrétt; þá er kókosmjöl ristað og hrært saman við hrísgrjónajafninginn, og rétturinn síðan borinn fram með ristuðu brauði. Ekki spillir að drekka hvítvín með.

Hráefni
1.2 kg humar (2 meðalstórir á mann)
1 l Uncle Ben´s instant hrísgrjón, soðin
2 dl rjómi
½ stk Uncle Ben´s Indian Curry í krukku
hvítvín

Sjóðið humarinn í 5-7 mínútur í hvítvíninu. Hrærið saman hrísgrjónum, Indian Curry og rjóma. Hitið að suðu. Skiptið á diska (miðað við 4), setjið tvo humra (í skelinni) ofan á hvern disk.  Skreytið með kiwisneið.

Einnig er gott að rista kókosmjöl og hræra saman við hrísgrjónajafninginn og bera fram með ristuðu brauði; þá er þetta orðinn aðalréttur. Gott er að drekka hvítvín með þessum rétti.