Suðrænt og seiðandi salat, sem minnir á Grikkland með úrvals íslenskum humri.

Hráefni
16 stk humarhalar, skelflettir og görnin tekin úr
4 msk graskersfræ, þurrristuð á pönnu
3 msk hvítlaukssmjör
2 stk rauðlaukar, smátt saxaðir
1 dl grænar ólífur, steinlausar
1 dl kryddleginn fetaostur
1 stk rauð paprika, smátt söxuð
½ dl ólífuolía
½ dl sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
blandað salat (t.d. lambhaga, Lollo Rosso, eikarlauf og frisesalat)
salt og svartur pipar úr kvörn
Cous-cous
4 dl vatn
1 dl Cous-cous
1 tsk salt
Hvítlaukssmjör
150 g smjör, lint
5 stk hvítlauksrif, smátt söxuð
2 msk aníslíkjör (má sleppa)
½ stk búnt steinselja, smátt söxuð

Salatið er skolað vel og þerrað. Rifið gróft niður og blandað saman í skál með tómötum, ólífum, rauðlauk og papriku. Salatinu er raðað fallega upp á diska og fetaosti og smá ólífuolíu dreift jafnt yfir.

Humarhalarnir eru snöggsteiktir við háan hita í olíu og hvítlaukssmjöri, hristir vel til á pönnunni, léttkryddaðir með salti og pipar og bornir fram volgir. Ristuðum graskersfræjum er svo stráð yfir réttinn.

Cous-cous
Vatn og salt er soðið saman í potti og því hellt sjóðandi yfir 1 dl af cous-cous. Látið standa í 10 mínútur í sjóðandi heitu vatni, sigtið vatnið frá og setjið cous-cous undir humarhalana þegar  rétturinn er borinn fram.