Þessi kraftmikla humarsúpa úr skeljum og klóm af humrinum er hreint mergjuð. Það er fátt sem jafnast á við grillað humarkjöt og gott hvítvín!

Hráefni
Guacamole brauð
1 stk avókadó, vel þroskað
1 msk fersk kóríanderblöð
1 msk limesafi
1 stk saxaður hvítlauksgeiri
1 stk shallottulaukur, fínt saxaður
1 stk tómatur, afhýddur
½ stk brie ostur
½ stk grænn chili (má sleppa)
baguette brauð
mulinn, hvítur pipar

Súpa
3¾ kg humarhalar í skel, pillaðir
1½ l smjörbolla (100 g smjör og 100 g hveiti f. 4)
2½ dl rjómi
2½ dl rjómi, léttþeyttur
30 g tómatpúrré
2 stk gulrætur
1 stk blaðlaukur

1 stk fennel
1 stk hvítlaukur
1 stk laukur
cayenna pipar
karrí
klípa af kjötkrafti
koníak (brandý) eftir smekk

Súpa

Brúnið skeljarnar í pottti með smá ólífuolíu og bætið tómatpurré út í. Skerið grænmetið gróft og brúnið örlítið með skeljunum; hellið vatni yfir. Sjóðið í tvo klukkutíma. Sigtið síðan skeljar og grænmeti frá soðinu. Þykkið humarsoðið með smjörbollunni og sjóðið í 30 mínútur. Bætið rjómanum út í og síðan karrý og cayenna pipar. Bætið kjötkrafti út í eftir smekk. Pönnusteikið humarhalana með smá smjöri og hvítlauk. Bætið þeytta rjómanum, humarhölunum og koníaki út í súpuna, rétt áður en hún er borin fram.

Guacamole brauð

Takið steininn úr avókadóinu og skafið aldinkjötið úr hýðinu. Maukið ásamt öllu hinu; setjið tómatinn út í síðast ásamt kóríanderinu og lauknum. Smyrjið maukinu á baguette brauð og setjið brieost yfir; gljáið í ofni þar til osturinn er bráðinn.