(fyrir 2)

20 stórir humarhalar
½ rauð paprika
½ rauðlaukur
5 sveppir
½ l. rjóma
skvetta koníak
2 msk. smjör
season al og hvítlauksduft eftir smekk.

Kljúfið humarinn í tvennt og opnið hann, kryddið með season al og hvítlauksduftinu. Saxið grænmetið smátt. Bræðið smjörið á pönnu. Steikið humarinn í skurðinn í 2 – 3 mín. Setjið smátt saxað grænmetið út á. Hellið skvettu af koníaki út á pönnuna og eldsteikið. Hellið rjómanum út á og látið sjóða niður.

Sett á tvo diska og borðið fram með fersku salati og hvítlauksbrauði.

Verði ykkur að góðu.