Skilmálar þessir gilda um sölu á vörum frá netversluninni Humarsalan.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annarsvegar og kaupanda hinsvegar. Sé kaupandi neytandi í skilningi 3. mgr. 1. gr. laga nr. 48/2003 um neytendakaup og ákvæði þeirra laga eru kaupanda hagstæðari en ákvæði þessara skilmála, þá skulu þau gilda framar ósamrýmanlegum ákvæðum skilmálanna. Sé kaupandi lögaðili þá gilda ákvæði laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup.
Kaupandi samþykkir skilmála þessa þegar gengið er frá kaupum í netversluninni Humarsalan.is og eru þeir grundvöllur viðskipta.
Upplýsingar um seljanda
Seljandi er Humarsalan ehf., kt. 700104-3620, Heiðarbrún 17, 230 Reykjanesbær. VSK númer: 81839.
Kaupandi er sá sem skráður er á reikning gefnum út af seljanda.
Verð og verðbreytingar
Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda 11% virðisaukaskatt. Humarsalan.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Greiðslur
Humarsalan.is býður upp á að greitt sé fyrir vörur með greiðslukorti. Kortafærslur fara fram á öruggri greiðslusíðu hjá Straumi greiðslumiðlun. Hafi kaupanda verið gefið upp rangt verð, t.d. vegna mistaka við innslátt eða bilunar í vinnslukerfi, þegar hann staðfesti kaup á vöru verður honum þegar í stað tilkynnt um verðbreytingu og gefinn kostur á leiðréttingu eða að hætta við kaupin.
Afhending vöru
Öllum pöntunum er keyrt út af Humarsölunni fyrsta virkan dag eftir pöntun á Suðurnesjum og Reykavíkursvæðinu að undanskyldu Kjalarnesi og Mosfellsbæ.
Boðið er uppá fría heimsendingu þegar verslað er fyrir 15.000 krónur eða meira á Suðurnesjum og Reykavíkursvæðinu að undanskyldu Kjalarnesi og Mosfellsbæ, annars er sendingargjald 1.500 kr. Pantanir sem eiga að sendast til Mosfellsbæjar, Kjalarness eða til landsbyggðarinnar eru sendar með Landflutningum næsta virka dag á kostnað kaupanda.
Skila- og endurgreiðsluréttur
Enginn skila- eða endurgreiðsluréttur er á matvörum nema komi upp galli. Skilyrði fyrir endurgreiðslu er að söluaðila verði gert viðvart um gallann eins fljótt og auðið er.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
Úrskurðaraðili vegna ágreinings á sviði neytendamála er kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
Borgartún 21, 105 Reykjavík
kvth.is
Lög og varnarþing
Skilmálar þessi eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra, skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.