Innihald:
700-800 gr. skötuselskinnar
4 dl. rjómi
1 dós sataya-sósa (207 gr hnetusósa fæst í Nóatúni)
heilhveiti
salt og pipar
ferskt salat
Aðferð:
Skötuselkinnunum er velt upp úr heilhveiti og þær steiktar á pönnu og kryddaðar. Þegar fiskurinn er u.þ.b. fullsteiktar er hann tekinn af pönnunni og rjómanum hellt á pönnuna og u.þ.b. helmingi af satay-sósunni. Þegar suðan er kominn upp er fiskurinn aftur látinn á pönnuna og soðinn í sósunni í u.þ.b. 1 mín. Með þessu eru borin hrísgrjón og ferskt salat.